144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[13:53]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra er ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hún ræðir um það á ríkisstjórnarfundi að hún sjái fyrir sér að það megi gera breytingar á hinni umdeildu breytingartillögu sem hér er inni þannig að Hagavatn verði tekið út úr þeirri mynd. Er hæstv. ráðherra að lýsa hér sjálf einhverju fullkomnu áhrifaleysi? Hvað er verið að segja hér? Orð ráðherra í ríkisstjórn sem forsætisráðherra landsins gerir grein fyrir í þessum stól skipta máli. Og þegar hæstv. ráðherra segir að það eigi eingöngu að taka Hagavatn út og kynnir það hér í þessum stól er hún að segja á sama tíma að hún ætli að hunsa lögfræðilegt mat sérfræðinga sinna í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Það er ekki hægt að segja að hæstv. ráðherra hafi verið að meina eitthvað annað vegna þess að með því að ýta á hnappinn með því að einhver þessara (Forseti hringir.) breytingartillagna fari hér í gegn er hún að því. Og mér heyrist hún hafa verið að gera akkúrat það.