144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir afar athyglisverða ræðu sem ég er samt enn að reyna að átta mig á því að hæstv. ráðherra talar um að það eigi að horfa til fyrri verkefnisstjórnar og niðurstöðu hennar en í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir í bráðabirgðaákvæði að drög að þingsályktunartillögu eigi að fara í umsagnarferli. Það var gert og í því ferli komu fram nýjar upplýsingar. Hvað hefði hæstv. ráðherra viljað gera við þessar nýju upplýsingar annað en að færa virkjunarkostina í biðflokk þar sem eru virkjunarkostir sem þarfnast frekari skoðunar?