144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:32]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég tel að þingmenn í meiri hluta atvinnuveganefndar hafi fullan rétt á því að koma með sína tillögu, hafi tillögurétt, sem hv. þingmaður og aðrir þingmenn munu svo eiga kost á að greiða atkvæði um. Við í meiri hlutanum — alla vega ég sjálfur, sá sem hér stendur, ég tel mig ekki vera að fara í neitt faglegt mat sjálfur. Ég er að meta gögn, ég lít á verkefnisstjórn rammaáætlunar 2, ég lít á þau gögn sem mjög mikilvæg gögn. Ég harma það að hv. þingmaður hafi hunsað þau gögn og spyr á móti hvort hún hafi talið sig vera á hærra plani (Forseti hringir.) en verkefnisstjórn 2. áfanga (Forseti hringir.) þegar hún tók alla þá kosti úr nýtingarflokki yfir í biðflokk?