144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:44]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það að bíða er bara það sem við höfum gert, sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði. Það er verið að bíða, en ef við hefðum ekki verið að bíða værum kannski við að setja í gang virkjanir (Gripið fram í.) núna 2015 og 2016. Ef við værum ekki á bið (Gripið fram í.) — ef við erum endalaust á gula takkanum þá gerist ekkert. Til þess að eitthvað gerist verðum við að taka ákvörðun. Við getum ekki beðið endalaust. Ef við höfum faglegt mat frá rammaáætlun, sem hefur fjallað ítarlega um virkjunarkosti, eigum við þá ekki að treysta því? Af hverju á að fara að auglýsa eftir umsögnum? Menn fá alla vega umsagnir, það þarf enginn að segja mér annað, ég hef kynnt mér það og umsagnirnar (Forseti hringir.) voru ekki allar á þá leið (Forseti hringir.) að færa ætti þessa kosti yfir í bið.