144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tek undir með hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur þegar hún segir að sú umræða sem hér fari fram sé um margt upplýsandi og fróðleg. Engu að síður langar mig að taka undir það, sem ýmsir hafa nefnt fyrr í dag, að forseti taki þetta mál af dagskrá, reyni að finna því betri farveg, helst að hin upphaflega tillaga, sem lögð var fram, komi hingað og við getum rætt hana. Mér finnst það skipta miklu máli að við erum ekkert hér á miðri leið, við erum í síðari umræðu. Það er alveg ómögulegt að vera í henni í svona miklum ófriði.

Ef forseti sér sér ekki fært að gera þetta, þá geri ég að minnsta kosti þá kröfu að hæstv. ráðherra, frú Sigrún Magnúsdóttir, sé viðstödd þessa umræðu.