144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:55]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skil vel að það sé súrt fyrir minni hlutann að fá ekki að ráða öllu hér, að þurfa að bíta í það súra epli að meiri hlutinn ráði.

En það hefur verið skorað á mig að koma með þessa ályktun frá ASÍ sem ég hef lesið hérna upp úr og hér er hún frá 23. október 2013:

„Því miður ákvað síðasta ríkisstjórn að rjúfa þá sátt sem verið hafði í undirbúningi rammaáætlunar og skapaði með því fordæmi fyrir pólitískum inngripum í faglegar tillögur verkefnisstjórnar. […] Það er mat miðstjórnar að upphafleg tillaga verkefnisstjórnar sé líklegust til þess að skapa slíka sátt og hvetur Alþingi til þess að fylgja niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar.“

Miðstjórn ASÍ er að hvetja okkur til að gera þetta og við verðum við því.