144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í sex ár hef ég lagt fram frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis þar sem kveður á um það að stofnuð verði lagaskrifstofa við þingið sem hafi það hlutverk meðal annars að lesa yfir öll lagafrumvörp, allar þingsályktunartillögur og önnur mál sem koma fyrir þingið, og skeri úr um hvort viðkomandi þingmál séu þingtæk.

Virðulegi forseti. Slíkt verður ekki skothelt fyrr en frumvarpið mitt um lagaskrifstofu verður samþykkt, af því að þingmaðurinn vísaði í það að ég tali mjög um réttarríkið Ísland. Forseti (Gripið fram í.) þingsins hefur úrskurðarvald og hefur úrskurðað að þetta mál sé þingtækt því að við höfum ekki önnur vopn í höndunum til að skera úr um það í dag eins og þingsköp eru.

Varðandi breytingartillöguna um Hagavatn, ég er ekki flutningsmaður þeirrar tillögu enda sit ég ekki í atvinnuveganefnd þannig að ég bið þingmanninn um að vísa þeirri spurningu til (Forseti hringir.) réttra aðila.