144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:21]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti starfar fyrir Alþingi í heild. Forseti hafði gert ráð fyrir því að sú breytingartillaga sem boðuð var og hv. þingmenn hafa vísað til yrði lögð hér fram með eðlilegum þinglegum hætti. (Gripið fram í.) Forseti hafði gert ráð fyrir því og forseti getur auðvitað ekki svarað því — (Gripið fram í.)(Forseti hringir.) Forseti hefur hér orðið og kærir sig ekki um það að verið sé að grípa fram í þegar forseti er að reyna að útskýra afstöðu sína. Forseti er einfaldlega að greina frá því að hann hafði gert ráð fyrir því að þessi breytingartillaga yrði lögð fram með þinglegum formlegum hætti, en getur auðvitað ekki svarað því nákvæmlega hvenær það verður. Það hlýtur að vera í valdi væntanlegra flutningsmanna tillögunnar.