144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:10]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var kannski ekki nein bein spurning í þessu til mín, en ég held að með góðum vilja þá getum við leyst þetta mál. Ef við setjumst að samningaborðinu saman þá munum við ná áttum. En þá verðum við líka að skilja gamla drauga eftir heima. Það þýðir ekkert að draga þá með á slíka fundi. Þá leysum við ekki neitt. Þannig að ég hvet okkur öll til þess að halda áfram. Það er alls konar hræðsla við að fresta málinu og taka upp önnur mál af því þá segja gamlir og reyndir þingmenn: Þá verður bara farið í sama farið og byrjað að halda áfram að tefja. Við þurfum þá að finna sátt um að það verði ekki gert. Þannig að við þurfum að treysta hvert öðru betur í þessum sal. Vinnum að því.