144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:22]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta mál er mjög sérkennilegt vegna þess að í sjálfu sér ríkir ekki mjög mikill ágreiningur um tillögu ríkisstjórnarinnar, tillögu ráðherrans. Eins og margoft hefur komið fram er búið að samþykkja hana þótt eflaust hefðu sumir verið á móti henni. Hún hefði bara farið hér í gegn enda unnin samkvæmt löglegu ferli.

Hér hafa þingmenn, sem sagt ekki ráðherrar, hleypt upp máli. Mín þingmannamál fá ekki jafn mikla athygli frá forseta þannig að undir liðnum fundarstjórn forseta er mjög skiljanlegt að maður komi hér upp og þráspyrji. Ef maður fær ekki svör á maður bara að spyrja aftur: Hver er rökstuðningurinn fyrir því að hafa þetta mál á dagskrá og hleypa þinghaldinu svona upp? Síðan kemur hæstv. forsætisráðherra hingað í þingsal og ætlar að koma með einhvern rökstuðning. Jú, það þarf að gera þetta vegna þess að það þarf að redda kjaraviðræðunum. (Forseti hringir.) Svo er það bara uppspuni, (Forseti hringir.) uppspuni frá rótum. Þetta er allt saman gjörsamlega nakið (Forseti hringir.) og hæstv. forseti getur ákveðið að svara (Forseti hringir.) ekki þessum spurningum, en þá ætla ég að halda áfram að spyrja.