144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:12]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér er kallað eftir ráðherrum og þingmönnum og því að við tökum umræðu um þjóðhagslega þýðingu þess máls sem er undir og þeirra kosta sem við ræðum, þetta jafnvægi verndar og nýtingar, hvaða þýðingu það hefur sem innlegg í kjaramál. Það er erfitt á þessari mínútu að ræða allt þetta undir þessum lið þannig að ef við komumst ekki í hefðbundna dagskrá er tómt mál að tala um að ræða þennan lið og taka einhverjum rökum.

Ég vil líka koma því að að hæstv. umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur verið mjög dugleg að vera við umræðuna, flutt ræðu og átt orð við hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Ég á að koma í ræðu (Forseti hringir.) fljótlega og þá getum við tekið þessa orðræðu.