144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:14]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, hugsanlega er það svo. En eins og ég sagði varðandi rammaáætlun og þessi mál áðan þá hef ég ekki alveg fullkomið vit á því sem er að gerast þarna en ég hef verið að reyna að lesa mér til um það. En auðvitað væri það ágætt ef hægt væri að leysa málin svona. En fyrir mér snýst þetta mál ótrúlega mikið um íbúana á svæðinu og að það er ekki þörf á því að virkja. Það er mín skoðun og ég stend fast við hana. Ég mundi sennilega ekki samþykkja Hvammsvirkjun þó að ég mundi alveg samþykkja að hún færi hér á dagskrá og þessi mál yrðu kláruð. En ég veit að hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur miklu meira vit á löxum og laxfiski en ég og þá trúi ég því sem hann segir, einfaldlega vegna þess að hann hefur miklu meiri reynslu í þessu máli en ég, fyrir utan það líka að hafa verið lengur á þingi.

Ef þetta væri lausn mundi ég samþykkja hana.