144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er hugsi yfir stöðu náttúruverndarmála í þinginu. Ég skynja að margir eru mjög hugsi yfir þessum málatilbúnaði. Umhverfisráðherrann er í þeirri stöðu að hennar eigin flokksmenn bakka hana ekki einu sinni upp heldur eru hennar sjónarmið sett til hliðar og gert mjög lítið úr þeim. Menn fylkja sér á bak við hv. þm. Jón Gunnarsson sem er þekktur fyrir að vaða mjög óbilgjarnt fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur að því er varðar atvinnumál og andstöðu við náttúruvernd. Ég mundi verða mjög hugsi í sporum þingmanna meiri hlutans, ekki síst þeirra sem eru í þingflokki Framsóknarflokksins og hafa farið með málaflokk umhverfismála sem hefur stundum í gegnum tíðina verið ágætlega (Forseti hringir.) geymdur í höndum Framsóknarflokksins, en sannarlega (Forseti hringir.) ekki núna.