144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Nú stöndum við hérna og ræðum þetta mál sem á að samþykkja hérna á Alþingi, ef málið klárast hér í umræðu, þar sem mögulega verður sagt að ráðherra sé að brjóta lög með þingsályktun.

Ef landsmenn hefðu málskotsrétt eða gætu kallað til sín mál sem Alþingi hefur samþykkt, lög eða frumvörp eða ályktanir eins og þessa sem er óafturkræf ef farið yrði af stað í virkjanir að sjálfsögðu, ef landsmenn sjálfir gætu kallað slík mál til sín, mundi þingmaðurinn ekki sætta sig við þá ákvörðun landsmanna, sama hvort hún væri að virkja eða að vernda?