144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:25]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Jú, það er kannski eitt af því sem við stöndum frammi fyrir, það er akkúrat þetta: Hvað á að gera við þessa orku? Hvers vegna liggur svona á? Hvers vegna dugir ekki það sem nú þegar er í nýtingu?

Af því að ég veit að hv. þingmaður, einn af þeim sem flytur þessa tillögu, ætlar í andsvar við mig, þá væri ágætt að hann rökstyddi það bara í leiðinni: Hvert á þessi orka að fara, hver eru verkefnin? Það er því miður frekar dapurt að taka hér ákvarðanir um eitthvað sem maður sér ekki þörfina fyrir. Það er mjög dapurt, sérstaklega þegar maður hefur miklar áhyggjur af því að ekki liggi fyrir allar rannsóknir og annað slíkt sem til þarf til að taka slíka ákvörðun. Það er eitthvað brogað við að gera það.

Að mínu viti þarf þessi grunnur að liggja fyrir til þess að við vitum af hverju við erum að taka svona ákvörðun. Mér hefur ekki fundist stjórnarmeirihlutinn, sem flutti þessa tillögu, vilja svara því. Það hefur alla vega ekki komið fram.