144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:49]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Einmitt, þetta er venja hérna sem maður hefur lært, og þingmenn segja mér kannski hvort það hafi ekki verið þannig á kjörtímabilunum þar á undan, alla vega með þann forseta sem hefur setið lengst, ef ekki er hægt að hefja ræðu og fara í andsvör án þess að fara yfir þann tíma sem forseti hefur sagst ætla að ljúka fundi. Það er alveg ljóst hver sá tími var, það var ekki lengur en til miðnættis. Ég gekk fram fyrir rúmum klukkutíma síðan og sagði meðal annars stjórnarþingmönnum það og margir þeirra eru farnir, þannig að ég held að gott sé að fylgja þeirri venju, þeirri góðu reglu að ljúka þá þingfundinum. Við getum ekki farið núna inn í þetta, það eru átta mínútur í það að klukkan slái 12 og ef ekki á að halda fundinum, eins og forseti sagði, fram yfir miðnætti þá getur ræðumaður ekki klárað ræðu sína. Eigum við ekki bara að fylgja þeirri venju?