144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:40]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fékk mér göngu út á Austurvöll áðan til að heyra hvað fólkið sem er mætt þar til að mótmæla hefði við störf þingsins að athuga. Það hefur ýmislegt að athuga við störf þingsins, eins og við í stjórnarandstöðunni. Það er óánægt með að ekki sé farið eftir lögformlegu ferli í rammaáætlun. Það er óánægt með að það skuli ekki vera samið við opinbera starfsmenn. Það er ósátt við kjörin í landinu. Það er ósátt við þessa ríkisstjórn, að hún hafi ekki hugsað um kjör þeirra sem minna mega sín í landinu. Fólk er ósátt við að það sé ekki enn þá auðlindaákvæði í stjórnarskrá og það er ósátt við að það eigi að gefa makrílinn til örfárra útgerðaraðila. Ég tek undir mótmælin hér úti og mótmæli því að þetta mál sé enn á dagskrá.