144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þegar þúsundir manna safnast saman á Austurvelli hátt í sjö árum eftir þau áföll sem hér riðu yfir hljóta að felast í því einhver skilaboð til stjórnarforustunnar um að tími sé kominn til að endurskoða gang mála og framgöngu sína. Hér standa enn mótmæli sem staðið hafa frá kl. 5 og ég held að engum blöðum sé um það að fletta að þingflokksformenn stjórnarflokkanna þurfi ásamt forseta að taka forustu fyrir hönd þingsins um að rjúfa þetta ástand og koma skikki á dagskrá þingsins; að einhver umfjöllunarefni verði hér sem skipta máli og varða samfélagið þannig að ekki verði rof milli þings og þjóðar. Því að ef rof verður milli þjóðarinnar og forustu hennar þá verður auðvitað að skipta um annan aðilann og það er ekki þjóðin.