144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

515. mál
[11:15]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S):

Herra forseti. Ég vildi bara taka undir þann skilning hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar að þessi tilskipun og innleiðing hennar felur í sjálfu sér ekki í sér að Ísland sé á nokkurn hátt neytt til þess að breyta stefnumörkun sinni á sviði heilbrigðismála. Ég held að innan rammans, sem hér er verið að leggja til að verði samþykktur, megi hugsa sér bæði minni einkarekstur og meiri einkarekstur. Sú stefnumörkun og ákvarðanir í þeim efnum eru utan við það efni sem hér er til umfjöllunar. Ég held að þrátt fyrir að við kunnum að hafa mismunandi skoðanir á því hvernig samsetning þjónustuveitenda á heilbrigðissviðinu eigi að vera þá getum við verið sammála um þennan skilning á efni þessarar tilteknu þingsályktunartillögu og þeirra lagabreytinga sem af henni munu leiða.