144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[16:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, það var þó nokkuð rætt hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram. Það var líka bent á að til dæmis í sjónvarpsauglýsingum kæmist takmarkað til skila. Það má kannski segja að vitund almennings hafi vaknað. Samfélag dagsins í dag er ólíkt samfélaginu fyrir 20 árum að því leyti að fólk á mun auðveldara með að afla sér upplýsinga og taka eigin heilsu í sínar hendur.

Ég tel bara að auglýsingar á lyfjum eigi að lúta sömu lögmálum og auglýsingar á annarri vöru, en þó sé vísað í það að fólk þurfi að lesa sér til um aukaverkanir.