144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:14]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í morgun ákvað meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar að taka skipulagsvaldið af Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík. Hér er á dagskrá mál um Stjórnarráð Íslands þar sem ríkisstjórnin ætlar að taka sér vald yfir því hvar stofnanir ríkisins eru staðsettar án samráðs við Alþingi og hér er líka á dagskrá ríkisfjármálaáætlun sem var vonlaus fyrir en er algjörlega gagnslaust plagg eftir yfirlýsingar varðandi kjarasamninga. (Gripið fram í.)

Ég legg til að ef hæstv. forseti vill að við verðum við þingstörfin á kvöldin leggi hann fram áætlun um skipulag þingstarfanna og við getum þá nýtt kvöldin til nefndafunda. Ekki virðist veita af. Það fást varla tímar á þessum stuttu morgnum sem eru til umráða fyrir nefndafundi, auk þess sem við vitum ekki frá degi til dags hvenær þingfundur á að hefjast. Við getum ekki stutt þetta við þessar aðstæður, (Forseti hringir.) herra forseti.