144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

fundur forseta með formönnum þingflokka.

[15:06]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Nú erum við að ræða hér mikilvægt mál, skiptingu aflahlutdeildar til atvinnu- og byggðaráðstöfunar og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er ekki í salnum. Ég óska eftir því að við fáum einhvern staðgengil hans hingað því ég veit að hann er að sinna öðrum erindum og er farinn til Færeyja, en ég tel brýnt að það sé einhver ráðherra sem taki við af honum á meðan og svari þeim spurningum sem vakna í þessari umræðu.

Ég tel líka rétt að á meðan fundi formanna kl. 4 stendur og eftir hann verði gert hlé til að fara yfir það sem kemur út úr þeim fundi sem er vissulega mikilvægur og við þurfum að ræða.