144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Jú, þetta er svolítið eins og við séum að dansa í einhverju tómarúmi varðandi þetta. Það sem liggur undir varðandi stefnu í opinberum fjármálum í því máli sem hefur verið í umræðu hérna, opinberum fjármálum, sem hófst vinna við að móta stefnu í á síðasta kjörtímabili og var tekið út úr fjárlaganefnd í ágreiningi í morgun á auðvitað að marka miklu betur innan ákveðinna málaflokka, þ.e. hvernig tekjuskipting er innbyrðis í svona fjárlagaramma til fjögurra ára. Það má segja að það sé í raun og veru ekkert mikið bitastætt í þessari ríkisfjármálaáætlun sem hægt er að setja puttann á og sjá hvað kemur úr þessu. Þetta er einhver rammi sem síðan er (Forseti hringir.) algerlega óútfylltur og menn vita ekkert hvar krónan liggur í þeim efnum.