144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:06]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir það og er hjartanlega sammála hv. þingmanni, ég hef einmitt áhyggjur af því að hér eigi að skera niður í velferðarkerfinu. En einmitt af því að ég er líka sammála hv. þingmanni í því að við eigum að taka þessa áætlun alvarlega langar mig að spyrja hv. þingmann út í það að líkt og lesa má í áliti minni hluta hv. fjárlaganefndar er miðað við að afnám hafta hafi engin áhrif á stöðu krónunnar og það er ekki reiknað með neinum áhrifum af því á skuldastöðu eða fjármagnsjöfnuð ríkissjóðs. Þessi tillaga var lögð fram 1. apríl sl. en í morgun var verið að kynna glæný frumvörp sem beðið hefur verið eftir. Telur hv. þingmaður í ljósi þessarar nýju stöðu, þar sem við sjáum þó eitthvað á spilin og hvers vænta má, (Forseti hringir.) ekki rétt að hv. fjárlaganefnd kalli þingsályktunartillöguna aftur til sín og endurskoði í ljósi þessa?