144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Því miður brást hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson vonum manna um að forsendur yrðu skýrari eftir ræðu hans. Mér sýnist málið snúast um þær endurbætur í ríkisfjármálum sem hófust eðlilega og af mikilli alvöru eftir hrun á síðasta kjörtímabili með stuðningi alls þingheims þá og framhaldsstuðningi hans núna. Eiga þær að enda þannig að þessi mikilvægi liður í umbótunum sé borinn fram formsins vegna, það sé kastað til hans höndunum og samþykkt til að fylla upp í form eða á þetta að vera raunverulegur þáttur í þessum endurbótum á ríkisfjármálum sem allir flokkarnir koma að og sem almenningur á Íslandi svo sannarlega vill að standi?

Um þetta snýst málið og ef á að gera áætlunina af alvöru verður þetta (Forseti hringir.) að fara inn í nefndina aftur eða við að fresta henni til hausts.