144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:12]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég mun aldrei ná að svara þessum spurningum á einni mínútu en ég vel mér að tala um skattstefnuna. Við jafnaðarmenn hefðum viljað að tekjujöfnunarhlutverk þrepaskipta skattkerfisins hefði verið styrkt frekar en veikt eins og gert var með þeim breytingum sem stefnt var að hjá hægri stjórninni. Millitekjuhópurinn nýtur góðs af þeirri breytingu sem gerð var en það hefði mjög vel verið hægt að koma til móts við þann hóp með því að halda þrepaskipta skattkerfinu. Það hefði mátt lengja bil á milli og færa til þannig að nákvæmlega sami hópur hefði fengið góðar kjarabætur í gegnum tekjuskattsbreytingarnar en jöfnunarhlutverkið hefði staðið og styrkst þannig að þeir sem eru með hæstu launin greiði sanngjarnan hlut til samfélagsins.