144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:31]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mér finnst ánægjulegt að við tökum málið aftur inn í nefnd og fáum hæstv. ráðherra á okkar fund eins og kallað hefur verið eftir. Þá segir sig sjálft að málið þyrfti að taka af dagskrá því að við vitum ekki hver viðbrögð ráðherra verða eða meiri hluta nefndarinnar sem væntanlega gerir nýtt nefndarálit eða hvernig það er. Það þjónar kannski ekki neinum tilgangi að ræða þetta mál hér og nú. Ef við hættum að ræða það skil ég það þannig að það verði ekki frekari umræður um málið þannig að það er heldur kannski ekki kostur.

Ég fer fram á það við virðulegan forseta að bregðast við þessu erindi sem fyrst og ákveða hvort þetta mál verði ekki bara sett til hliðar og við getum þá rætt það eftir fundinn í fjárlaganefnd.