144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Er það rétt sem heyrist hér, getum við þingmenn ekki treyst þeim samningum sem formenn þingflokka okkar gera við forseta þingsins um framhald dagskrár? Ég bið sitjandi forseta að svara þeirri spurningu minni hvort það sé búið að ganga á bak þeim samningum sem gerðir voru í gær um það hvernig ætti að halda áfram þinghaldi frá og með morgundeginum. Þetta er fyrri spurningin.

Hin spurningin er sú hvort ekki sé rétt að láta skynsemina ráða hér hvað varðar þessa dagskrá og taka málið sem nú er til umræðu af dagskrá í bili þangað til fundi fjárlaganefndar um þetta mál er lokið. Hann á að vera í fyrramálið.