144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:43]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég get tekið undir það að það er sérkennilegt þegar hér er tilkynnt, m.a. úr ræðustól forseta, að formennirnir muni funda í dag og svo bíða allir formennirnir eftir að fá símtal eða SMS og ekkert gerist.

Það var samt ekki það sem ég vildi leggja mesta áherslu á hér. Við erum að ræða mál sem er búið að ákveða að fari aftur inn í nefnd til að við getum fengið nánari upplýsingar um það, hvort ef til vill verði gerðar breytingar á því, ný nefndarálit skrifuð og þar fram eftir götunum. Það þjónar engum tilgangi að ræða málið hér. Ég veit ekki til hvers við erum með fundarstjórn eða virðulegan forseta sem stýrir fundi ef það er ekki einmitt til að taka ákvörðun um það hvort nú sé rétt að ýta þessu máli til hliðar vegna þess að það er fara inn í nefnd. Við getum rætt það svo aftur þegar það kemur út úr nefndinni.

Nú má vel vera að fyrsti forseti verði að taka þannig ákvarðanir en þá verður bara að kalla hann til vegna þess að annars er þetta einhver skrípaleikur og vitleysa og þá getum við bara stjórnað þessum fundi sjálf. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)