144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni hlý orð í minn garð. Ég bind vonir við að eftir því sem hv. þingmaður les fleiri viðtöl við mig því viljugri verði hann til þess að fara að mínum ráðum í fjárlaganefnd.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi ekki áhyggjur af því eins og ég að framleiðnin á Íslandi er of lítil í samanburði við nágrannalöndin og að því sé bara lýst í þessari ríkisfjármálaáætlun en ekkert talað um hvað eigi að gera í því máli. Nýju störfin sem hafa komið með ferðaþjónustunni skila ekki mikilli framleiðni, en störfin sem koma frá Össuri, Marel og CCP skila hins vegar miklum virðisauka. Bæði störfin og fjármagnið sem í þau fyrirtæki er sett skila virðisauka og framleiðni, en að því er virðist getum við aldrei verið viss um hvort þau séu ekki að fara úr landi vegna krónunnar, sveiflukennds gjaldmiðlis.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi ekki áhyggjur af þessari þróun og að stjórnvöld skuli ekki vera (Forseti hringir.) með skýra stefnu til að auka framleiðni í landinu.