144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:11]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er greinilega áherslumunur hjá okkur. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að tæpt sé á því, þó ekki sé nema fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar, að þingið hafi ekki verið sofandi þegar hér duttu inn stór frumvörp, heldur ræðum við málin í samhengi.

Þá aðeins að efninu og þessari þingsályktunartillögu sem pólitísku stefnumótunarplaggi. Það liggur ljóst fyrir að ég og hv. þingmaður erum ósammála þegar kemur að skattamálum. Ég er frekar hlynnt sköttum og tel þá mjög góða leið til að reka samfélag, sér í lagi þegar innviðir samfélags þurfa á tekjum að halda líkt og ég tel vera nú.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Er hv. þingmaður því ósammála að styrkja þurfi innviðina? Er hann því ósammála að það þurfi að gera meira (Forseti hringir.) í því á komandi árum? Eða telur hann nóg að gert í þessari áætlun? Ef svo er ekki, (Forseti hringir.) hvernig vill hann þá fara í þessa innviðastyrkingu ef ekki með skattheimtu?