144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:20]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur hlýtt á ræður þingmanna, hugmyndir um að málið gangi aftur til fjárlaganefndar eða verði að minnsta kosti tekið fyrir þar á fundi og óskir um að umræðunni verði ekki lokið fyrr en að afloknum þeim fundahöldum. Því er sýnt að ekki er skynsamlegt við þær aðstæður að tæma mælendaskrá og ljúka umræðunni þannig að hún lokist. Þar af leiðandi vill forseti taka sér smáumþóttunartíma til að vega og meta hvernig fundarhaldinu verði nú fram haldið og gerir hlé á þessum fundi í 10 mínútur til klukkan 18.30. Fundinum er frestað.