144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Verkfallsrétturinn er mikilvægur og hann er virtur af þessari ríkisstjórn. (Gripið fram í: Ha?) (Gripið fram í: Það er nefnilega það.) Hann er virtur. Á móti honum vega síðan ríkir almannahagsmunir. Í því máli sem við erum hér að ræða er komin upp sú staða að ríkisstjórnin ætlar ekki að víkja sér undan því að verja þá almannahagsmuni sem birtast í því að þúsundir rannsókna í heilbrigðiskerfinu eru að fara forgörðum, að fólk sem undir venjulegum kringumstæðum getur fengið niðurstöður úr krabbameinsrannsóknum innan nokkurra sólarhringa þarf að bíða í fjórar til fimm vikur og að víða í stjórnkerfinu er að verða uppsafnaður nær óviðráðanlegur vandi sem einfaldlega verður að bregðast við. Þeir sem koma hingað upp og hafa ekkert annað til málanna að leggja en það að ríkið (Forseti hringir.) eigi að fallast á allar kröfur sem komið er með inn á samningaborð til okkar eru lýðskrumarar og hafa í raun ekkert fram að færa í þessari umræðu. [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Já.) (Gripið fram í: Nei.)

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður, umræðunni er lokið og fer fram í ræðustól Alþingis, eins og forseti hefur margoft tekið fram.)