144. löggjafarþing — 131. fundur,  15. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[15:46]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um 356. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, lögum um fjársýsluskatt, tollalögum, lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og lögum um búnaðargjald, með síðari breytingum, samræming og einföldun.

Fyrir liggur frumvarpið eftir 2. umr. og breytingartillaga frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar varðandi skjölunarskyldu á innlenda aðila þar sem lagt er til að innlendir aðilar sem eingöngu eiga í viðskiptum við aðra innlenda aðila en þeir eru tengdir eða eru í samsköttun með séu undanþegnir skjölunarskyldu. Til að það sé rétt sem hér kemur fram var þessi skjölunarskylda lögð á með lögum (Forseti hringir.) nr. 142/2013. Það var í rauninni ekki til umfjöllunar milli 1. og 2. umr. í nefndinni heldur var það lítillega rætt þá.