144. löggjafarþing — 139. fundur,  30. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:06]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í kjölfar þess að góð sátt náðist um að gera breytingar á ákveðnum þáttum náttúruverndarlaga á síðasta löggjafarþingi, þ.e. síðasta vetri, þá töldum við að unnið yrði hratt og vel með þá undirbúningsvinnu sem unnin hafði verið í nefndinni. Það voru vonbrigði að það skyldi ekki takast. Umhverfismálin voru sett til hliðar af ríkisstjórninni þangað til um áramótin þegar hæstv. ráðherra Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti og því er kannski skiljanlegt að mönnum hafi ekki tekist að gera þetta fyrr.

Við lýsum okkur reiðubúin til þess að vinna hratt og vel að þessu máli svo að við getum náð hér niðurstöðu í því fyrir 15. nóvember. Engu að síður hefði ég talið heppilegra að lögin hefðu bara fengið að taka gildi og svo hefðu menn unnið með breytingar á þeim síðar. Því munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.