144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[17:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál varðar tollkvóta og líka það að verið er að færa stjórnsýsluverkefni, sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt samkvæmt samningi þar að lútandi, til Matvælastofnunar og vissulega eru deildar meiningar um það. Matvælastofnun sinnir fyrst og fremst eftirlitshlutverki og þarna er verið að færa verkefni sem snúa að þjónustu varðandi framkvæmd búvörusamnings og áætlunargerðir og söfnun upplýsinga.

Ég tel rétt að þessi verkefni fari undir Matvælastofnun (Forseti hringir.) en ég hef líka þann fyrirvara á að þetta séu einmitt verkefni (Forseti hringir.) sem geti verið staðsett, vistuð hvar sem er á landinu og það þurfi að aðgreina (Forseti hringir.) vel starfsemi Matvælastofnunar og þau verkefni sem þarna eru á ferðinni.