144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[12:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þá er þetta mál loksins komið í sitt endanlega ferli á Alþingi eftir mikil átök um breytingartillögur sem komu úr atvinnuveganefnd. Ég verð að segja að mér líður ekki vel með rammann eins og hann er, en þetta er eina leiðin til þess að ná einhverju faglegu ferli í kringum þessi erfiðu mál er lúta að því hvað á að virkja og hverju beri að hlífa.

Verkefnisstjórnin mælti með þessum virkjunarkosti og þess vegna finnst mér erfitt að segja nei, því að þá hlýt ég að einhverju leyti að vera að andmæla ferlinu. Þetta er eini ramminn sem við höfum, ég vil virða þann ramma. Ég get heldur ekki sagt já, þannig að ég ætla að sitja hjá.