144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[12:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Um hrossakaupin í þessu máli má lesa í bók hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Hér á þessum þingvetri er búið að tala í tæpa fimm daga um fundarstjórn forseta. Ég hef kallað þetta minnihlutaofbeldi og er það réttnefni. Frekjustjórnmál Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sigruðu í þetta sinn en þetta er ósigur fyrir atvinnulífið í landinu og hagsæld þjóðarinnar.