144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

stjórn fiskveiða.

814. mál
[11:11]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég styð þetta mál þó að ég sé ekki flutningsmaður á því og ég tel sérstaklega ánægjulegt, eins og kemur hér fram í 4. gr., að hægt sé að ráðstafa makríl með öðrum hætti en að setja hann í kvótakerfið. Þarna er með lagastoð verið að ráðstafa 2 þús. tonnum af makríl á næsta fiskveiðiári til þess hluta kerfisins sem hefur verið kallaður félagslegur, atvinnulegur og byggðalegur pottur, 5,3% af heildarafla. Þarna er verið að ráðstafa 2 þús. tonnum til smábáta og báta í krókaaflamarkskerfinu. Ég tel það mjög ánægjulegt og hér er bara verið að rökstyðja það sem menn í meiri hlutanum héldu fram að væri ekki hægt að gera, það væri ekki hægt að gera þetta nema að setja makrílinn inn í hlutdeild. En hér eru menn að viðurkenna að það er hægt að gera ýmislegt með lögum hér frá Alþingi, svo ég styð þetta mál.