145. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2015.

um fundarstjórn.

[21:18]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi lýsa vonbrigðum mínum yfir því að við skyldum ekki ná að ræða náttúruverndina í kvöld. Mér skilst að sú umræða muni fara fram á morgun. Því miður get ég ekki tekið þátt í henni en ég mun hlusta vel og vandlega á bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Umhverfisráðherra verður hér til svara eins og venja er við 1. umr. og ég vil koma því á framfæri að ég vonast eftir góðu samstarfi og góðu samráði í nefndinni. Það hefur verið ágætissátt um það mál. Það hefur verið í sáttafarvegi og vonandi tekst okkur að ljúka því máli hratt og örugglega en því miður er tíminn naumur, við höfum eingöngu svigrúm til 15. nóvember. Ég vildi segja að ég var að vonast til að málið kæmist á dagskrá í kvöld en mér skilst að svo sé ekki og mér eru það viss vonbrigði.