145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[10:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég man þá tíð þegar dagskrá Ríkisútvarpsins var lesin upp, svona fastir liðir eins og venjulega. Við ættum kannski að setja það á dagskrá þingsins, fastir liðir eins og venjulega, Jón Gunnarsson misbýður nefndarfólki í nefndinni sem hann stýrir. Þetta er náttúrlega orðið algjörlega óþolandi, virðulegi forseti. Við vitum að það var með, ég vil kalla það gerræði sem rammaáætlun var send til atvinnuveganefndar en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar þar sem hún á heima. Nú er það svo að umhverfisráðherra skýrði frá því í upphafi þings að hún hygðist fara að ákvörðunum þingsins hér á síðasta þingi og halda sig síðan innan rammaáætlunar, en þá kemur formaður nefndarinnar eina ferðina enn. Ég veit ekki, (Forseti hringir.) ég vil bara ekki segja það sem ég hugsa, virðulegi forseti.