145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:57]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er mjög erfið og flókin umræða. Noam Chomsky sagði í skrifum sínum ekki alls fyrir löngu að þar sem væru óábyrgir lántakendur væri líka að finna óábyrga lánveitendur. Vandinn sem Grikkir búa við eru óhófleg lán, einkum frá Þýskalandi og Frakklandi, til vopnakaupa og ýmissa verkefna sem menn einmitt tengja spillingu, ekki bara inn í velferðarkerfið eða rekstur samfélagsins.

Nú eru þessir sömu aðilar, þetta fjármálakerfi í Þýskalandi og víðar, að beita ríkisvaldinu til að innheimta skuldir sínar. Þetta er það sem ég tel að sé að gerast. Ég held að það sé alls ekki svo einfalt að evrunni eða gjaldmiðlinum verði einum kennt um vandamál Grikklands, alls ekki, (Forseti hringir.) en ég er einfaldlega að reyna að setja þennan gjaldmiðil inn í þetta stóra samhengi þar sem sterkustu ríkin í norðri hafa í gegnum gjaldmiðilinn fengið tangarhald á þessari veikburða ökónómíu.