145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:39]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið.

Ég ætla ekki að staðfesta það að einkavæðing hafi haft þau áhrif að aukningin varð 44% samkvæmt rannsókninni frekar en að ég ætli að þakka frjálsræðinu í Suður-Evrópu fyrir það að áfengisneysla þar hafi dregist saman á hvern mann. Ég hef ekki séð hjá neinum af þeim sem færa fram þessar rannsóknir hvað það var við breytinguna í einkavæðingunni sem varð til þess að þessi aukning varð. Kanada og Bandaríkin eru ríki hlið við hlið og hvort hefur sínar reglur. Ætla menn að bera það saman við land sem er ekki með landamæri að annarri þjóð? Það er svo erfitt að bera þetta saman.

Svo verð ég bara að fá að svara hinu betur í seinna andsvari.