145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:30]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir afskaplega áhugaverða ræðu. Mig langar að spyrja hann um þá hugmynd að það sé sérstakt ófrelsi í því fólgið að hafa aðgang að víni í ríkisreknum vínbúðum, sem hafa á að skipa hæfu og góðu starfsfólki sem þekkir vöruna vel og leggja ekki eins mikið á vöruna og gert væri meðal þeirra matvörukeðja sem stunda þá keppni á Íslandi. Verðinu er stillt í hóf og úrvalið er með því besta sem maður hefur séð í þeim áfengisverslunum sem maður hefur komið í, jafnvel víða um heim. Hvar er ófrelsið í því? Menn fóru mikinn í stefnuræðum sínum um auka þyrfti frelsi í landinu í þessu tilfelli, en hvar er ófrelsið?