145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:05]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp rétt aðeins til að árétta það, af því að orðið málþóf var notað um þá umræðu sem hér á sér stað, að það er náttúrlega svo langt því frá að eitthvað slíkt sé hér á ferðinni. Menn eru að ræða málið á öðrum degi, að ég held, og ég er að fara á eftir í mína fyrstu ræðu um það þannig að það er langt því frá að menn séu staddir á einhverjum slíkum stöðum í þessu máli. Það er engin ástæða til, þetta er mál sem menn eru mjög viljugir til að ræða hérna og er mjög skemmtileg rökræða. Það sem ég er að segja er einfaldlega að það væri mjög eftirsóknarvert að geta lengt umræðuna og fengið fleiri sjónarmið inn í hana, þar með talið frá hæstv. heilbrigðisráðherra. Það er ekki þannig málafjöldi kominn inn í þingið frá ríkisstjórninni að það hasti eitthvað að ljúka þessari umræðu. Þess vegna er engin ástæða til að vera í einhverjum flýti með að ljúka henni.