145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:09]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það var einmitt það sem ég velti fyrir mér. Hv. þingmaður nefndi til sögunnar Menntamálastofnun sem ég kannast dálítið við; ég hef upplifað aðeins þær breytingar sem þar fóru fram. Í því tilviki er verið að koma ýmsum verkefnum þangað til að efla málaflokkinn. Það er verið að búa til stofnun til að efla málaflokkinn. Í þessu tilviki er verið að leggja niður stofnun til að efla málaflokkinn. Ég veit ekki hvernig hægt er að efla málaflokkinn með því að setja á laggirnar stofnun og með því að leggja niður stofnun. Þetta er rosalega skrýtið verklag sem gefur til kynna að maður veit ekkert við hverju má búast í opinberri stjórnsýslu.