145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[15:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég er sammála hv. þingmanni. Því miður virðast menn ekki telja þetta þess virði að láta í té skoðun sína á málinu, sem er náttúrlega algerlega stórfurðulegt þar sem þróunarsamvinna er ein af grunnstoðum utanríkisstefnu landsins og þá um leið hvernig henni er fyrir komið.

Mig langar að spyrja hv. þingmann um þá breytingu sem nú er að verða. Þróunarsamvinnustofnun hefur útvegað talsvert mikla fjármuni í verkefni sem við erum að vinna í í samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega í sambandi við jarðhita. Er ekki líklegt að það verði eitthvað flókið að fá peninga utan að frá ef þeir eiga að renna inn í ráðuneytið? Er ekki flóknara að eiga samstarf við (Forseti hringir.) ráðuneyti einnar þjóðar en við sjálfstæða (Forseti hringir.) stofnun, t.d. svona sérstök verkefni?