145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

áfengis- og tóbaksneysla.

217. mál
[16:22]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Jóhanna María Sigmundsdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir innlegg hans í umræðuna sem og öðrum hv. þingmönnum sem hér hafa komið upp. Okkar starf, þ.e. Íslands, í þessum málum hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og því tel ég að mjög mikilvægt sé að við höldum rétt á spilunum gagnvart skuldbindingum okkar þar. Landlæknisembættið, eins og hæstv. ráðherra kom inn á, hefur verið leiðandi í þessum málum hérlendis og á það skilið þökk fyrir okkar árangur að miklu leyti.

Hvað varðar annan lið í fyrirspurn minni er varðar börn og ungmenni sem alast upp hjá einum eða fleiri umönnunaraðilum sem eiga við áfengismisnotkun að stríða þá mun ég taka það til greina og mun setja þá spurningu fram að nýju og beina henni til hæstv. félagsmálaráðherra. Ég þakka umræðuna.