145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:22]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að rifja þetta upp vegna þess að það er verið að tala um að hafa samráð við stjórnarandstöðuna. Það vita allir hvernig fór með ákveðna nefnd sem var ekki treystandi því að það láku upplýsingar til kröfuhafa um leið og fundi var lokið hjá þeirri nefnd á þessu tímabili. Þess vegna þurfti að fjarlægja stjórnarandstöðuna aðeins frá þessu máli, þannig að það sé sagt.

Ég man nú ekki eftir því að margir fundir hafi verið haldnir á síðasta kjörtímabili í nefndum um afnám hafta. Það gerðist raunverulega ekkert í þeim málum á síðasta kjörtímabili.

Ég ætla að upplýsa um það hvernig búið er að fara með gjafagjörninginn til Landsbankans sem stóð á sínum tíma í 300 milljörðum, Icesave-skuld sem fyrri ríkisstjórn tók raunverulega yfir á herðar landsmanna þrátt fyrir að við hefðum fullan sigur fyrir EFTA-dómstólnum. Nú standa eftir af því einungis 150 milljarðar vegna þess að það hefur gengið svo vel að borga niður skuldir. Nú er verið að breyta því með þessu frumvarpi (Forseti hringir.) í bréf sem er með eðlilega markaðsfjármögnun. Það var ekki þannig á síðasta kjörtímabili. Það voru svo undarlegir (Forseti hringir.) skilmálar á því bréfi að það var ekki nokkur leið fyrir bankann að vinna úr því.