145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[20:54]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langar að segja það að sá umbúnaður um þessi lög sem gengið var frá hér í vor byggðist á því að ákveðið traust var lagt á ríkisstjórnina, traust á því að ríkisstjórnin mundi hafa samráð við stjórnarandstöðuna um það hvernig yrði gengið frá samningum yrði sú leið valin. Það samráð var lítið sem ekkert og ég vil því nota þetta tækifæri og lýsa vonbrigðum mínum með það að sá frágangur sem byggðist á því að ríkisstjórninni var treyst til samráðs — mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa staðið undir því trausti. Það er meginástæða þess að ég tel málið ekki nægjanlega rætt hér. Það hefði hugsanlega getað verið það ef við hefðum fengið tíma til að fara yfir það, en sá tími hefur ekki gefist og það er meginástæða þess að ég mun sitja hjá við afgreiðslu málsins og ekki styðja það. Ég tel enn þá mjög mörgum spurningum ósvarað.